Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis boðaði þingmenn kjördæmisins til fundar í morgun um málefni Vestfjarða sérstaklega. Til fundarins kom einnig formaður Vestfjarðarnefndar ríkisstjórnarinnar Halldór Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fyrir fundinum lá greinargerð frá Aðalsteini Óskarssyni framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða um stöðu atvinnumála í fjórðungnum.

Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.