Þjónustusamningurinn tryggir áframhaldandi fræðslustarf Slysavarnarskóla sjómanna í Sæbjörgu.
Skólinn tók til starfa árið 1985, og hefur síðan unnið að því markmiði að efla öryggisfræðslu sjómanna, og að auka þjónustu við sjómenn og fleiri aðila í tengslum við sjó og vötn.
Öll starfsemi skólans fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu, en Ríkisstjórn Íslands gaf skólanum skipið sumarið 1998. Um borð í Sæbjörgu er fullkomin kennsluaðstaða bæði til bóklegrar kennslu og verklegra æfinga. Skólinn býður upp á grunnnámskeið og ýmis sértæk námskeið. Kennd eru undirstöðuatriði í skyndihjálp, sjóbjörgun, eldvarnir og öryggismál. Einnig er boðið upp á námskeið í meðferð björgunarfara, björgunarbúninga, búnaðar til að bjarga fólki úr sjó o.fl.
Samgönguráðuneytið leggur mikla áherslu á að öryggi sjómanna, og er þjónustusamningurinn liður í því að fækka slysum á sjó og stuðla að því að öryggi sjómanna verði eins og best gerist með öðrum þjóðum.
Að Gufuskálum á Snæfellsnesi erfullkomnasta rústabjörgunar aðstaða hérlendis |