Við sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur stuðning í kosningunum 10. maí. Sérstaklega langar okkur að þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum okkar sem unnu ómetanlegt starf í aðdraganda kosninga.
Við hlökkum til að takast á við verkefni næstu fjögurra ára af krafti og standa þannig undir því trausti sem okkur hefur verið sýnt.