Samgönguráðherra er nú staddur á Ísafirði, í tengslum við Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið er í Bolungarvík í dag og á morgun. Í morgun heimsótti ráðherra þrjú fyrirtæki á Ísafirði, rækjuverksmiðjuna Miðfell, sushiverksmiðjuna Sindraberg og verksmiðju 3X-stál.
Þessir vinnustaðir vöktu sérstaka athygli ráðherra fyrir hve mikil nýsköpun er augljóslega þar á ferðinni. Rekstur þessara fyrirtækja sýnir að framleiðsluiðnaður á sér vissulega möguleika á landsbyggðinni – ekki síst þegar hann byggir á reynslu og þekkingu í viðkomandi greinum og fær styrk af því að starfa við hlið öflugra fyrirtækja í sjávarbyggðum.