Ráðherra var send fyrirspurn frá Ásgeiri Valdimarssyni um þverun Kolgrafarfjarðar og hvenær gera megi ráð fyrir að verkið verði boðið út.
Sæll Ásgeir.
Undirbúningur og hönnun er langt kominn og er stefnt að útboði strax og samgönguáætlun hefur verið afgreidd á Alþingi. Ég geri ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist strax og vorar og fyrr ef vetur verður ekki harður. Verkið er á áætlun eins og þú veist og því formsatriði að festa fjármögnun í nýrri áætlun. Þetta er algert forgangsverkefni hjá mér eins og þú veist.
Kveðja, Sturla Böðvarsson.