Alþingi samþykkti í gær með 55 atkvæðum frumvarp samgönguráðherra til laga um samgönguáætlun. Markmið laganna er að samræma áætlanagerð við framkvæmdir og rekstur í samgöngumálum og skal það gert með samgönguáætlun til tólf ára.

Með lagasetningu þessari verða vissulega tímamót í samgöngumálum, því með lögum þessum verður nú í fyrsta skipti unnið að áætlanagerð allra samgönguþátta þjóðarinnar á heildstæðan hátt. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að samgönguráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglinga mála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana.
Lög um samgönguáætlun má nálgast í heild sinni á vef Alþingis. Lög um samgönguáætlun. Hér á eftir fer greinargerðin með frumvarpinu.
Frumvarp þetta var samið í samgönguráðuneytinu.
Í samræmi við samþykkt Alþingis ákvað samgönguráðherra að leggja áherslu á samræm ingu áætlana og hefja vinnu við gerð samgönguáætlunar sem tæki til allra þátta samgöngu mála.

Að undirbúningstíma loknum ákvað samgönguráðherra að skipa stýrihóp til að sjá um gerð samgönguáætlunar fyrir Ísland. Með bréfi dagsettu 8. maí 2000 var Vilhjálmur Þ. Vil hjálmsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, skipaður formaður þessa hóps. Með honum í stýri hópnum eru Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglinga stofnunar Íslands, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Sigur bergur Björnsson frá samgönguráðuneyti er verkefnastjóri stýrihópsins.

Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn ljúki vinnu sinni og skili drögum að samgönguáætlun til samgönguráðherra í nóvember 2001. Samgönguráðherra mun leggja fram þingsályktunar tillögu að samgönguáætlun fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi.

Samgönguáætluninni er ætlað að verða mun víðtækari en fyrri áætlanir. Auk fram kvæmdaáætlana tekur hún til öryggismála, umhverfismála, almenningssamgangna og fjár mögnunar samgöngukerfisins svo að eitthvað sé nefnt. Áætlunin mun auk þess taka til allra þátta samgöngukerfisins, þ.e. samgangna í lofti, á láði og legi, og innbyrðis samspils milli þeirra og við aðra mikilvæga þjóðfélagsþætti.

Í samgönguáætluninni er gert ráð fyrir eftirfarandi skilyrðum:
a. að ná fram samræmdri forgangsröð og stefnumótun,
b. að ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og mannafla,
c. að ná fram víðtæku samspili samgöngumáta og samstarfi stofnana samgönguráðuneyt isins.

Tilgangur þessa frumvarps er að gera nauðsynlegar lagabreytingar til undirbúnings og væntanlegrar framlagningar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun. Samkvæmt frum varpinu skiptist samgönguáætlunin í þrjú fjögurra ára tímabil. Fjögurra ára áætlun hennar, sem er lögð fram sem þingsályktunartillaga í kjölfar þingsályktunartillögu um samgöngu áætlun, er sundurliðun fyrsta fjögurra ára tímabilsins og skiptist m.a. í kaflana flugmála áætlun, siglingamálaáætlun og vegáætlun. Hún nær til allra útgjalda og tekna viðkomandi stofnana, sem flugmálaáætlun, hafnaáætlun og sjóvarnaáætlun samkvæmt núgildandi lögum gera ekki. Samgönguáætlunin er endurskoðuð á fjögurra ára fresti en fjögurra ára áætlunin á tveggja ára fresti. Við aðra hverja endurskoðun nær fjögurra ára áætlunin því til fyrstu tveggja ára annars tímabils samgönguáætlunar.

Í framsetningu fjögurra ára áætlunar þarf að samræma gildistíma, efnistök og uppsetningu núverandi áætlana. Fylgiskjal I sýnir gildistíma þessara áætlana og áætlaða gildistöku sam gönguáætlunar. Stefnt er að því að samgönguáætlun ásamt fjögurra ára áætluninni taki í fyrsta sinn gildi 1. janúar árið 2003. Það er sami tíminn og ný hafnaáætlun ætti að taka gildi. Hins vegar eiga ný flugmálaáætlun og vegáætlun að taka gildi 1. janúar árið 2002. Því þarf að brúa þetta millibil með endurskoðuðum framangreindum áætlunum fyrir árið 2002 áður en samgönguáætlunin tekur við 1. janúar árið 2003. Bent skal sérstaklega á að samgöngu áætlun tekur yfir langtímaáætlun í vegagerð samkvæmt frumvarpi þessu.

Á fylgiskjali II er fjögurra ára áætlun einnig sýnd með brotalínum. Hún er sundurliðun á fyrsta tímabili samgönguáætlunar eins og áður var sagt bæði niður á einstök ár og á einstök verkefni. Gert er ráð fyrir að í áætluninni komi fram yfirlit sem sýnir bæði tekju- og gjalda tölur flokkaðar eftir sundurliðun fjárlaga og það geti fallið beint inn í fjárlagafrumvarpið. Gert er ráð fyrir að í sundurliðun stofnkostnaðar komi ætíð fram sérstaklega fjárveitingar til grunnkerfisins.

Miðað er við að við undirbúning samgönguáætlunar og fjögurra ára áætlunar hafi stofn anir á sviði samgangna með sér náið samstarf. Jafnframt er gert ráð fyrir, svo sem verið hefur, að samráð sé haft við hagsmunaaðila með það að markmiði að bæta þjónustu og auka hagkvæmni.

Ein helsta nýjungin í frumvarpinu er að nú verður í fyrsta skipti lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu heildstæð stefna og markmið í samgöngumálum þjóðarinnar til tólf ára í senn.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

Þessi grein segir til um markmið og tilgang frumvarpsins sem er að samræma áætlanagerð fyrir uppbyggingu og rekstur samgangna í landinu.

Um 2. gr.

Í þessari grein er lagt til að gerð samgönguáætlunar til tólf ára verði lögfest. Samgöngu áætlunin inniheldur stefnumótun og markmið, yfirlit um tekjur og gjöld þar sem framkvæmd ir á grunnkerfinu eru sundurliðaðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að með samþykkt samgöngu áætlunar sé kominn rammi utan um tekjur og gjöld til samgöngumála næstu tólf árin.

Í greininni er ákvæði sem kveður á um að í áætluninni skuli skilgreina það grunnkerfi sem ætlað sé að bera meginþunga samgangna. Með því er átt við helstu áætlanaflugvelli, milli landaflugvelli, hafnir, stofnvegakerfið ásamt mikilvægum tengivegum og ferðamannavegum. Gert er ráð fyrir að grunnkerfið verði skilgreint út frá annars vegar umferðartölum og hins vegar þjónustumarkmiðum í samgöngum við íbúa landsins. Miðað er við að þessi skilgrein ing verði sett fram í stefnumörkunarhluta samgönguáætlunar. Lagt er til að það skilyrði verði sett að fjármunum ríkissjóðs verði varið á sem hagkvæmastan hátt og skal framkvæmdum og aðgerðum forgangsraðað í samræmi við það.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að áætlunin sé endurskoðuð á fjögurra ára fresti.

Um 3. gr.

Í þessari grein er lagt til að samgönguráðherra skipi sérstakt samgönguráð sem hafi fag lega yfirumsjón með gerð bæði samgönguáætlunar og fjögurra ára áætlunar hennar. Í sam gönguráði skulu eiga sæti forstjórar þeirra stofnana sem annast gerð samgönguáætlunar ásamt fulltrúa samgönguráðherra sem jafnframt er formaður.
Í greininni er ákvæði um að samgönguráð skuli skipuleggja samgönguþing í það minnsta í hvert sinn sem ný samgönguáætlun er undirbúin eða á fjögurra ára fresti. Til þingsins skal boða helstu hagsmunaaðila. Tilgangur þingsins er að kynna hugmyndir um efni samgöngu áætlunar og gefa hagsmunaaðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um fram tíðarstefnumótun í samgöngum.

Um 4. gr.

Í þessari grein kemur fram að fjögurra ára áætlun samgönguáætlunar inniheldur nánari sundurliðun málaflokkanna flugmála, siglingamála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og vega mála fyrstu fjögur ár gildandi samgönguáætlunar. Í henni kemur einnig fram allur rekstur stofnananna. Áætlunin verður sett upp á samræmdan hátt fyrir alla málaflokka. Gerð er krafa um að sundurliðun eftir málaflokkum sé skýr svo að ekki fari á milli mála hverjar heimildir einstakra stofnana séu í framkvæmdalegu og fjárhagslegu tilliti. Einnig er gerð krafa um að uppsetning fjögurra ára áætlunar falli að fjárlögum þannig að hægt sé að flytja tölur beint á milli á aðgengilegan og rökréttan hátt. Fjögurra ára áætlun er lögð fram í kjölfar samgöngu áætlunarinnar til tólf ára. Hún er einnig í formi þingsályktunartillögu og tekur mið af þeim fjármunum og ráðstöfun sem rammi samgönguáætlunar segir til um.
Gert er ráð fyrir að fjögurra ára áætlun verði endurskoðuð á tveggja ára fresti.

Um 5. gr.

Í þessari grein er lagt til að ráðherra leggi árlega fyrir Alþingi skýrslu um framvindu sam gönguáætlunar. Þetta er hliðstæð skýrsla og núverandi framkvæmdaskýrslur stofnananna. Nú verður hins vegar lögð fram ein skýrsla sem fjalli m.a. um framkvæmdir liðins árs og árangur með tilliti til settra markmiða samgönguáætlunar.

Um 6. og 7. gr.

Greinarnar þarfnast ekki skýringa.