Sumarið 2003 óskaði ég eftir því við Vegagerðina að skoðaðir yrðu möguleikar á því að stytta leiðir á milli Reykjavíkur og byggða á norðan- og austanverðu landinu.

Í ljósi mikilla umræða um styttingu leiðar til Akureyrar og fleira þykir mér rétt að vekja athygli á skýrslu sem Vegagerðin skilaði um styttingu leiða frá Reykjavík til Eyjafjarðarsvæðisins, Miðausturlands og norðanverðra Vestfjarða. Einnig stytting Hringvegarins almennt.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að helstu möguleikar til styttingar eru vegir um hálendið til Norður- og Austurlands, fjarðaþveranir og jarðgöng til  Vestfjarða og þveranir stórfljóta á hringvegi.

Skýrslan í heild sinni.