Formaður umferðarráðs, að viðstöddum Sturlu Böðvarssyni, afhenti fyrirtækinu ND á Íslandi verðlaunagrip Umferðarráðs, „Umferðarljósið“, fyrir þátt fyrirtækisins í að stuðla að bættu umferðaröryggi á Íslandi.

Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin er afhent, en þau er veitt aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hefur sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála.










Mennirnir á bak við ND á Íslandi

ND á Íslandi hlaut verðlaunin í ár vegna hönnunar fyrirtækisins á svokölluðum Sagabúnaði sem er upplýsingakerfi um aksturslag ökumanna.

Búnaðurinn hefur verið í notkun um nokkurt skeið og gefið góða raun. Íslandspóstur hefur til dæmis haft umræddan búnað í bílum fyrirtækisins og hefur hann leitt til þess að tjón eru nú helmingi færri en árið á undan og meira en 50% lækkun hefur orðið á tjónakostnaði.