Samgönguráðherra hefur ákveðið að á nýjum kafla í Svínahrauni verði byggður 2+1 vegur með víraleiðara á milli akstursstefna.

Ákvörðunin er meðal annars byggð á umsögn Umferðarráðs og Vegagerðarinnar sem og reynslu í öðrum löndum. Samgönguráðherra hefur markað þá stefnu að umferðaröryggi verði hvarvetna haft að leiðarljósi við uppbyggingu vegakerfisins. Falla 2+1 vegir með víraleiðara á milli vel að þeirri stefnu.

Með bréfi dagsettu 8. júlí 2005 var vegamálastjóra kynnt þessi ákvörðun samgönguráðherra. Til að landsmenn fái sem gleggsta mynd að þeim ávinningi sem næst með því að leggja víraleiðara á milli akstursstefna fylgir hér bréf samgönguráðherra til vegamálastjóra (Word – 21kb) og minnisblað um 2+1 vegi sem unnið var af sérfræðingum í samgönguráðuneytinu (Word – 47kb).