Á Umferðarþingi 2004 var kynnt tillaga samgönguráðherra að nýrri stefnumótun í umferðaröryggismálum til ársins 2016 og ný framkvæmdaáætlun til fjögurra ára.
Nú er í fyrsta sinn lögð fram áætlun með samþættum aðgerðum sem ná til umferðareftirlits, áróðurs og vegaumbóta. Áætluninni fylgir kostnaðaráætlun og er gert ráð fyrir að verja 1,6 milljarði á 4 árum til umferðaröryggismála. Í áætluninni koma fram markmið um árangur til ársins 2016.

Sjá glærukynninguna hér (PPT – 120KB)