Laugardaginn 20. janúar hittist framboðslisti sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi á kröftugum undirbúningsfundi á Akranesi. Fundurinn var haldinn í Safnaskálanum þar sem farið var yfir stöðu mála og lagður grunnur að mótun kosningabaráttunnar í vor. Ljóst var á stemningunni í hópnum að þar fer kröftugur hópur sem tilbúinn er að leggja dag við nótt við vinnu í þágu kjördæmisins.