Ráðherra er nú í heimsókn hjá Þór Þorsteinssyni og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur, á Skálparstöðum í Lundarreykjadal, en þar hefur heimilisfólkið haft 2 Mb/s netsamband við umheiminn um gervihnött.
Þessi frétt er skrifuð og uppfærð í gegnum þetta samband, og má segja að við fyrstu sýn, sé hér á ferðinni aðgangur að upplýsingasamfélaginu sem ætti að geta nýst öllu dreifbýli á mjög góðan hátt. Kostnaðurinn við tengingu sem þessa er í dag 17.900 kr. á mánuði miðað við 512kbit tengingu, og er um að ræða fast gjald, óháð magni. Því er tenging sem þessi mjög álitlegur og aðgengilegur kostur. Í dag eru fjögur heimili sem samnýta þessa tenginu, og því er kostnaðurinn fyrir heimili sambærilegur hefðbundinni ADSL-tenginu, en sambandið er mun tryggara.