Samgönguráðherra er á Vestfjörðum í dag. Þegar hefur hann heimsótt Rörtækni á Ísafirði og Flugmálastjórn á Ísafjarðarflugvelli, en hann á m.a. eftir að fara á Flateyri og ræða við starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs. Í kvöld verður ráðherra með opinn fund um samgöngumál í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20:00.