Sjálfstæðisflokkurinn fékk langflest atkvæði í þingkosningunum í Norðvesturkjördæmi eða 29,6%. Samfylkingin fékk 23,2%, Framsóknarflokkurinn 21,7%, Frjálslyndi flokkurinn 14,2%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10,6% og Nýtt afl 0,7%.

Kjördæmakjörnir þingmenn eru eftirfarandi:

Sturla Böðvarsson (D)
Jóhann Ársælsson (S)
Magnús Stefánsson (B)
Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
Guðjón A. Kristjánsson (F)
Anna Kristín Gunnarsdóttir (S)
Kristinn H. Gunnarsson (B)
Jón Bjarnason (U)
Einar Oddur Kristjánsson (D)

Uppbótarþingmaður:
Sigurjón Þórðarson (F)