Byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2004/2005 hefur verið úthlutað til 40 byggðarlaga.

Ákvörðun um úthlutun byggðakvóta byggir á 9. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. En lögin kveða á um að úthlutunin byggi á eftirfarandi tveimur sjónarmiðum:  1. 1. Byggðakvóta sé úthlutað til minni byggðarlaga sem lent hafa í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski.

2. Úthlutað sé til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa í viðkomandi byggðarlögum, og sem hafa haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögum.

Að þessu sinni fengu Stykkishólmur og Siglufjörður mest úthlutað af byggðakvóta en mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá bæjarfélögunum.

Nánari upplýsingar um úthlutun byggðakvóta má finna í töflu sjávarútvegsráðuneytisins.