Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, tók í dag á móti 1. varaforseta neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, frú Lyubovu K. Sliska. Varaforsetinn er hér á landi í tilefni af haustfundi NATO-þingsins, en hún er formaður rússnesku sendinefndarinnar sem á aukaaðild að þinginu.
Forsetarnir ræddu saman um samskipti landanna og í lok fundarins bauð varaforseti Dúmunnar forseta Alþingis í opinbera heimsókn til Rússlands í boði rússneska þingsins. Íslenskur þingforseti sótti síðast heim rússneska þingið árið 1999.
Á myndinni eru ásamt forseta Alþingis fyrsti varaforseti Dúmunnar, frú Lyubov K. Sliska, sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor Tatarintsev og túlkur.