Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra var á laugardaginn viðstaddur opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Það var merkur áfangi sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, menntamálaráðherra og fleiri góðir gestir heiðruðu samkomuna. Það er bandaríska listakonan Roni Horn sem hefur í samvinnu við listastofnunina Artangel þróað hugmyndina um Vatnasafnið. Í aðalsalnum er þyrping af glersúlum sem hafa að geyma vatn úr 24 jöklum á Íslandi. Gegnum glersúlurnar brotnar dagsljósið og endurkastast á gólfið sem er með sérútbunum áletrunum um veðurfar.