RNS. is var opnuð við formlega athöfn í Stykkishólmi í gærkvöldi.

Vefsíðan er afar vel úr garði gerð og inniheldur m.a. allar skýrslur rannsóknarnefndarinnar, en nefndin kannar orsakir allra sjóslysa þegar íslensk skip farast og rannsakar öll slys þar sem manntjón verða.

Síðunni er ætlað að upplýsa sjófarendur um eðli og orsakir slysa, og hvar og við hvaða aðstæður slys á sjó gerast.
Á heimasíðunni er leitarforrit með mjög víðtækum leitarmöguleikum sem á að auðvelda sjófarendum að nálgast gögn hvers slyss fyrir sig. Síðan er líka gagnvirk, þar sem hægt er að tilkynna slys til rannsóknarnefndarinnar í gegnum heimasíðuna.

Um merkilegan áfanga er að ræða í starfi rannsóknarnefndar sjóslysa og binda menn miklar vonir við að hin nýja vefsíða eigi eftir að koma að miklu gagni í starfi nefndarinnar í framtíðinni.

Ánægðir með vefsíðuna.
Nefndarmenn Rannsóknarnefndar sjóslysa voru að vonum ánægðir með síðuna. Á myndinni eru einnig starfsmenn samgönguráðuneytisins og vefsmiðurinn sjálfur.