Samgönguráðherra fór fyrr í dag í heimsókn heim að Geysi í Haukadal.
Í glæsilegri móttöku heimamanna var því fagnað að framkvæmdum við síðasta áfanga bundins slitlags vegarins að Geysi var opnaður og einnig var því fagnað að hafnar eru framkvæmdir við endurbætur og breikkun vegar milli Geysis og Gullfoss. Jafnframt var undirritaður samningur um Gestastofu að Geysi í Haukadal. Samgönguráðherra hélt ávarp við þetta tækifæri og benti á mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar á Íslandi. Með tilkomu Gestastofu að Geysi batnar öll upplýsingagjöf og þjónusta við ferðamenn á staðnum sem og aðstaða fyrir almenna móttöku alls almennings og ferðamanna er sækja Geysi.