Samgönguráðherra var fyrr í dag viðstaddur blaðamannafund þar sem EuroRAP vegrýniverkefninu var hrint af stað. EuroRAP stendur fyrir European Road Assessment Programme, og er vegrýniverkefni sem hefur verði í gangi víðsvegar um Evrópu undanfarin ár.
Það er FÍB sem er umsjónaraðili verkefnisins, sem er unnið með styrk frá Umferðarstofu fyrir hönd Samgönguráðueytis ásamt því að nokkur fyrirtæki standa undir rekstrarknostnaði M.Benz bifreiðar sem notuð verður í verkefninu. Fyrirtækin eru: Bílaumboðið Askja, Lýsing, VÍS, Samskip og Goodyear. Vegagerðin verður FÍB innan handar með upplýsingagjöf og önnur þau atriði sem þörf er á.
Ráðherra tilkynnti það þegar hann tók við umferðarmálum, og þar með umferðaröryggismálum, að sjálfstæð vegrýni yrði tekin upp sem hluti af umferðaröryggisaðgerðum. Með samþykkt samgönguáætlunar sl. vor var samþykkt umferðaröryggisáætlun sem markar stefnu stjórnvalda til framtíðar í umferðaröryggismálum. Með EuroRAP verkefninu nær hluti markmiða umferðaröryggisáætlunar fram að ganga.
![]() |
Sturla lýsir yfir ánægju sinni með væntanlega úttekt á vegrýni |