Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnaði síðastliðinn miðvikudag nýjan veg um Búlandshöfða á Snæfellsnesi.
Viðstaddir opnunina voru vegamálastjóri, Helgi Hallgrímsson, auk sveitarstjórnarmanna af Snæfellsnesi og annarra gesta, þ.á.m. samgönguráðherra Mongólíu sem var staddur hér á landi í heimsókn.
Að lokinni stuttri athöfn á veginum var síðan haldið til Ólafsvíkur hvar haldið var upp á þessi tímamót með móttöku í félagsheimilinu.
Á myndinni má sjá Sturlu klippa á borðann með aðstoð vegamálastjóra.