Samgönguráðherra hélt í kvöld almennan fund um samgöngumál á veitingastaðnum Finnabæ í Bolungarvík.
Fundurinn var vel sóttur, en hátt í 50 manns sátu hann. Á fundinum fór ráðherra almennt yfir verkefni síns ráðuneytis og gerði grein fyrir hvað hafði áunnist á kjörtímabilinu svo og hvað væri í undirbúningi. Ráðherra gerði grein fyrir stöðu hafnamála og fyrirhugaðri breytingu á hafnalögum, hann fór yfir stöðu ferðaþjónustunnar og verkefni á vegum ráðuneytisins er henni tengjast, fjarskiptamálin komu einnig að sjálfsögðu til umfjöllunnar, og síðast, en ekki síst, var fjallað um vegamál.
Eftir framsögðu ráðherra voru fjölbreyttar og margar fyrrispurnir til ráðherra úr sal. Fundarstjóri var Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík.