Samgönguráðherra boðaði til almenns fundar í Grundarfirði í gær, þriðjudag, um samgöngumál. Fundurinn var vel sóttur, um 75 manns, þrátt fyrir hvassviðri og rigningu.
Á fundinum fór Sturla vítt og breitt yfir verkefni samgönguráðuneytisins, hvað hefur áunnist, og hvað er framundan. M.a. gerði hann grein fyrir tilboðum sem bárust í þverun Kolgrafafjarðar, en tólf tilboð bárust, það lægsta frá Jarðvélum ehf. í Kópavogi að upphæð tæpar 517 milljónir króna, sem er um 82,6% af rúmlega 625 milljóna króna kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Eftir framsögu Sturlu voru umræður og fyrirspurnir úr sal.


Tölvumynd af fyrirhugaðri þverun Kolgrafafjarðar