Að undanförnu hefur verið unnið að verkefnaáætlun samgönguráðuneytisins til næstu fjögurra ára.
Verkefnin eru fjölbreytt og heyra undir öll svið ráðuneytisins. Tilgangur með birtingu verkefnaáætlunarinnar er fyrst og fremst gott aðgengi fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í verkefnum ráðuneytisins. Einnig til að tryggja framkvæmd hennar. Verkefnaáætlunin er lifandi áætlun sem verður uppfærð þegar ástæða þykir til.

Verkefnaáætlun fyrir árin 2003–2007