Höfnin á Arnarstapa á Snæfellsnesi var vígð 24. október síðastliðinn. Samgönguráðherra opnaði hafnarsvæðið formlega.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur verið unnið að endurbótum hafnarinnar. Meðal annars hefur gamli hafnargaðurinn verið lengdur og gerðar á honum endurbætur. Einnig var hlaðinn garður milli lendingarkletts og hafnarhúss. Þá var gerð ný innsigling við höfnina og nýr vegur lagður upp frá höfninni. Tveir útsýnispallar hafa verið byggðir við höfnina fyrir ferðafólk, annar með aðgengi fyrir fatlaða.


     

Hópurinn sem saman var kominn til að fylgjast með vígslunni.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri og Þórður Stefánsson, formaður hafnarnefndar, aðstoða samgönguráðherra við að klippa á borðann.

Sturla Böðvarsson ásamt Kristni Jónassyni bæjarstjóra Snæfellsbæjar, á efri útsýnispallinum.