Síðast liðna helgi hittust frambjóðendur úr Norðvestur kjördæmi á vinnufundi á Staðarflöt í Hrútafirði. Forsætisráðherra kom í heimsókn og grunnur lagður að kosningabaráttunni. Í víðfemu kjördæmi koma frambjóðendur flestir langt að. Ljóst er að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins í kjördæminu setja ekki fyrir sig að vakna snemma og sofna seint til þess að ná til kjósenda. Vinnutörninni lauk um miðjan dag á sunnudaginn eftir vel heppnaða fundi.