Sturla Böðvarsson mælti í gær á Alþingi fyrir lagafrumvarpi um breytingar á skipan ákveðinna þátta í veitinga- og gistihúsarekstri og skemmtanahaldi. Miðar frumvarpið að því að allar leyfisveitingar á þessum sviðum verði einfaldaðar. Málið var afgreitt til samgöngunefndar á þingfundi í dag, þriðjudag.
Hæstvirtur forseti.
Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
I. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um veitinga- og gististaði, hluta áfengislaga og lög um heimild til að marka skemmtunum og samkomum tíma. Það er afrakstur starfs dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis auk þess sem fulltrúar umhverfisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu aðkomu að því.
Megintilgangurinn með frumvarpinu er að einfalda leyfisveitingar til reksturs veitinga- og gististaða og draga úr þeim fjölda gagna sem nú þarf. Einnig er tilgangurinn að
II. Ég tel rétt í upphafi að fara yfir það í örstuttu máli hvernig staða leyfismála á þessu sviði er í dag samkvæmt gildandi lögum.
Ef ætlunin er að opna veitingastað þarf almennt að sækja um sex leyfi. Þar er fyrst að nefna að byggingaleyfi sveitarstjórnar, vegna þess húsnæðis þar sem reksturinn er fyrirhugaður, þarf að liggja fyrir. Í öðru lagi er veitingarekstur háður starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Í þriðja lagi þarf að sækja um veitingaleyfi sem gefið er út af lögreglustjórum og grundvallast það á þeirri starfsemi sem ætlunin er að fari fram á staðnum, t.d. hvort um er að ræða kaffihús eða skemmtistað. Veitingaleyfið felur þó ekki í sér heimild til að selja eða veita áfengi, heldur þarf til þess sérstakt áfengisveitingaleyfi sem gefið er út af sveitarstjórn. Það er fjórða leyfið sem þarf að sækja um. Í fimmta lagi þarf staður sem ætlar að hafa opið lengur en til hálf tólf að kvöldi að hafa sérstakt skemmtanaleyfi sem er gefið út af lögreglustjóra. Sjötta leyfi er síðan tóbakssöluleyfi sem gefið er út af heilbrigðisnefndum.
Öllum þessum leyfum fylgir síðan mismunandi umsóknarferli og gagnaöflun. Það hefur verið talið frekar þungt í vöfum og kallað á margskonar snatt og snúninga þeirra sem vilja reka veitinga- eða gististaði. Þessi leyfi hafa einnig mismunandi gildistíma sem þýðir að það þarf að endurnýja þau á mismunandi tímum. Auk þess þarf, við endurnýjun sumra þeirra, að fara í gegnum sama ferlið og þegar sótt var um leyfið í upphafi.
Eins og sjá má af þessu eru málefni er varða rekstur veitinga- og gististaða á hendi margra og kerfið langt því frá að vera einfalt og aðgengilegt fyrir þá sem þurfa þessi leyfi.
III. Eins og áður sagði er megintilgangurinn með frumvarpinu að einfalda og
Allnokkur aðdragandi er að frumvarpinu enda hefur á undanförnum árum mikið verði rætt um að einfalda þurfi leyfisveitingar og draga úr þeim fjölda leyfa sem þarf að afla fyrir þessa starfsemi.
Frumvarpið á sér þó nokkurn aðdraganda og má rekja upphafið allt til ársins 2002 – en í október það ár barst umhverfisráðuneytinu bókun Samtaka heilbrigðisnefnda þar sem fram kom nauðsyn þess að samræma skilgreiningar hugtaka varðandi veitinga- og gististaði og vinnubrögð þeirra ráðuneyta og stofnana sem koma að þessum málum. Í framhaldinu boðaði umhverfisráðherra til fundar með fulltrúum samgönguráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Hollustuverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og varð niðurstaða fundarins að settur yrði á fót starfshópur ráðuneytanna sem skyldi
Í framhaldinu var samgönguráðuneytinu fengið umboð til að fela lögfræðingum í þessum ráðuneytum, auk fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, að
Frumvarpið sem hér er kynnt er afrakstur þessarar vinnu. Við samningu þess var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila, bæði leyfishafa og leyfisveitendur, sérstaklega Reykjavíkurborg og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, en
IV. Í frumvarpinu sem hér er lagt fram er að finna ýmis nýmæli og breytingar frá gildandi lögum og er rétt að rekja í stuttu máli það helsta:
1. Fyrst er að nefna að lagt er til að yfirstjórn mála, er varða veitinga- og gististaði, færist frá samgönguráðuneytinu til dómsmálaráðuneytisins. Tillaga þessi grundvallast á því að í frumvarpinu er lagt til að leyfisveitingar verði í höndum eins aðila og á sá aðili undir það ráðuneyti.
2. Þá er lögð til sú breyting á gildissviði frumvarpsins að það sé einnig látið ná til sölu og veitingar áfengis. Þar með eru ákvæði um sölu og veitingu hvers kyns veitinga, bæði í föstu og fljótandi formi, áfengra eða óáfengra, að finna í sama lagabálk. Samhliða þessu er lagt til að þau ákvæði áfengislaga sem fjalla um veitingar áfengis verði felld niður.
3. Ein af mikilvægustu tillögum frumvarpsins er að núverandi veitinga- og gistileyfi, áfengisveitingaleyfi og skemmtanaleyfi verði sameinuð í eitt leyfi sem kallast rekstrarleyfi. Þar með er afnumið það fyrirkomulag að sækja þurfi um þrjú aðskilin leyfi fyrir starfsemina sem undir frumvarpið fellur og felur það í sér mikla einföldun og hagræði fyrir umsækjendur.
4. Af þessari sameiningu leyfa í eitt rekstrarleyfi leiðir að leyfisveitandi verður einungis einn og er lagt til í frumvarpinu að sýslumönnum verði falinn leyfisveitingin nema á höfuðborgarsvæðinu verði það lögreglustjórinn sem gefur út leyfin í hans stað. Í tillögu þessari felst að útgáfa áfengisveitingaleyfa er flutt frá sveitarstjórnum enda – eins og áður sagði – lagt til í frumvarpinu að ákvæði gildandi áfengislaga um veitingu áfengis verði felld niður og í stað þess fjallað um veitingu áfengis í frumvarpinu.
5. Þá er lagt til að hægt verði að sækja um starfsleyfi heilbrigðisnefnda samhliða rekstrarleyfi en frumvarpið gerir ráð fyrir að slíkt starfsleyfi sé áfram ófrávíkjanlegt skilyrði rekstrarleyfis. Til einföldunar er gert ráð fyrir að umsækjandi geti sótt um þetta leyfi um leið og hann sækir um rekstrarleyfið.
Rétt er að taka fram hér að frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram þurfi byggingarleyfi sveitarstjórnar þar sem það á við og er gert að skilyrði að það liggi þá fyrir við umsókn enda er það skilyrði þess að starfsemi sé heimil í viðkomandi húsnæði.
6. Flokkun gististaða og veitingastaða er breytt verulega frá gildandi lögum. Felast breytingarnar í því að lagt er til að flokkunin miðist við þá starfsemi sem fer fram og þau áhrif sem hún kann að hafa á umhverfið – í staðin fyrir að miða flokkun við búnað eða úrval veitinga eins og nú er.
Hér er ekki um neinar sérstakar efnislegar breytingar að ræða á því hvaða starfsemi er leyfisskyld – frá því sem er í gildandi lögum – heldur snúa breytingar að því hvernig þessir staðir eru flokkaðir. Með þessu verður það auðveldara fyrir leyfisveitendur og umsagnaraðila að meta hvaða skilyrði þarf að setja fyrir rekstrinum – eftir áhrifum á umhverfi og aðstæðum hverju sinni – (svo sem eins og um dyravörslu og heimilan afgreiðslutíma).
7. Þá er að nefna annan mikilvægan tilgang frumvarpsins sem varðar einföldun á umsóknarferli. Sú einföldun felst fyrst og fremst í því að hægt verður að sækja um rafrænt auk þess sem gagnaöflun getur verið rafræn, þar sem því verður við komið.
Einnig er lögð til sú mikilvæga breyting að gagnaöflun sé takmörkuð við umsækjanda og forsvarsmann lögaðila eingöngu.
8. Þá má nefna þá breytingu sem frumvarpið felur í sér – að settar eru skýrar reglur um þær umsagnir sem leita skal áður en rekstrarleyfi er gefið út.
Áfram er gert ráð fyrir að leita skuli umsagna ákveðinna aðila – en hins vegar er lagt til að umsagnir verði bindandi. Þar með verður óheimilt að gefa út rekstrarleyfi – ef einhver umsagnaraðila leggst gegn því. Með þessu er verið að lögfesta það fyrirkomulag sem hefur hingað til gilt því framkvæmdin er sú – að þótt umsagnir séu ekki bindandi samkvæmt gildandi lögum er ávallt farið eftir þeim.
9. Mikilvæg tillaga frumvarpsins snýr að gildistíma rekstrarleyfis en lagt er til að leyfið gildi í 4 ár. Með tillögunni er afnuminn sá mismunandi gildistími leyfanna sem nú þarf og er það til mikillar einföldunar og hagræðis fyrir rekstraraðila – svo sem vegna endurnýjunar.
10. Í frumvarpinu er lagt til að endurnýjunarferlið verði einfaldað til muna. Felst það fyrst og fremst í því að lagt er til að hægt verði að endurnýja leyfið – án þess að fram þurfi að fara umfangsmikil gagnaöflun eða umsagnaferli – eins og samkvæmt gildandi lögum. Það gildir þó fyrst og fremst fyrir þá sem hafa verið með reksturinn í lagi á leyfistíma og ef ekki er um neinar breytingar að ræða á starfseminni.
11. Þá er í frumvarpinu kveðið á um tilkynningarskyldu þeirra aðila sem hafa eftirlit með þessari starfsemi sem fellur undir frumvarpið – á grundvelli annarra laga, svo sem heilbrigðisnefnda, vinnueftirlits, slökkviliðs og lögreglu. Skulu þessir aðilar tilkynna leyfisveitendum um allar alvarlegar athugasemdir við reksturinn.
Er meðal annars gert ráð fyrir því í frumvarpinu að leyfisveitandi líti til þeirra athugasemda við endurnýjun – auk þess sem hann skal leita þeirra upplýsinga sem hann telur nauðsynlegar.
12. Í frumvarpinu er einnig fjallað um leyfi sem þarf í einstökum tilvikum og eru lögð til skýrari ákvæði en samkvæmt gildandi lögum.
Hér er um tvenns konar leyfi að ræða – annars vegar tækifærisleyfi fyrir einstöku atburðum og skemmtunum sem fram fara utan staða sem hafa rekstrarleyfi og hins vegar tímabundin áfengisveitingaleyfi vegna sölu og/eða afhendingu áfengis við einstök tækifæri í atvinnuskyni.
13. Þá eru lögð til í frumvarpinu skýrari viðurlög við brotum og er helsta nýmælið að lagt er til að lögreglu verði gert skylt að loka stöðum sem stunda starfsemi sem ekki er rekstrarleyfi fyrir eða samrýmast ekki gildandi rekstrarleyfi. Hefur þótt skorta slíkt ákvæði í gildandi lög og það leitt til þess að ekki hefur verið hægt að grípa nógu tímalega til nauðsynlegra aðgerða gegn þeim sem eru brotlegir – til að komi að gagni.
14. Við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu – á flokkun staða og sameiningu leyfa í eitt rekstrarleyfi – leiðir óhjákvæmilegar til breytinga á gjaldtökunni. Sú breyting sem mestu skiptir er að skemmtanaleyfið – í þeirri mynd sem það er nú – er fellt niður – án þess að annað gjald komi í staðinn – og þýðir þetta verulega minni álögur á þá staði sem áður þurftu skemmtanaleyfi.
V. Ég hef nú stuttlega rakið helstu breytingar og nýmæli sem felast í frumvarpinu – en auk þess er að finna þar skýrari reglur er varða breytingar á leyfi og leyfishafa og einnig um synjun, brottfall, afturköllun og sviptingu rekstrarleyfi. Þær reglur miða að því að reglur um þetta séu skýrar og að réttaröryggis rekstrarleyfishafa sé gætt. Þá er lagt til að meðal skilyrða fyrir rekstrarleyfi sé að umsækjandi sé skuldlaus við skattinn og hann hafi sent viðeigandi tilkynningar til skattyfirvalda um reksturinn svo sem vegna virðisaukaskatts og staðgreiðslu skatta. Einnig er lagt til að tryggingar, sem handhafar áfengisveitingaleyfis þurfa nú að leggja fram, verði afnumdar enda er um sérstaka tryggingu að ræða sem almennt enginn annar atvinnurekstur býr við nema um neytendavernd sé að ræða en svo er ekki í þessu tilviki.
Ég tel ekki ástæðu til orðlengja frekar þær breytingar og nýmæli sem felast í frumvarpinu. Ekki er vafamál að um mikilvæga löggjöf er að ræða en eins og rakið var í upphafi þá hefur lengi verið þrýst á um að gildandi lögum verði breytt og reglur um leyfisveitingar og annað sem þessa starfsemi varðar gerðar einfaldarari og skýrari. Ég tel að með frumvarpinu sé að verulegu leyti komið til móts við þessar kröfur – án þess þó að á nokkurn hátt sé slakað á öryggiskröfum og nauðsynlegu eftirliti, svo sem vegna hollustuhátta, eldvarna og vinnuöryggis. Þvert á móti tel ég að í frumvarpinu felist skýrari rammi um þessa starfsemi – og því auðveldara um vik að gæta öryggis og almannaheillar – auk þess sem skýrt er kveðið á um úrræði ef út af er brugðið.
Herra forseti. Ég legg til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umræðu og samgöngunefndar.