Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund í Ólafsvík um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrr um daginn leit ráðherra í heimsókn á fiskmarkaðinn. Rúmlega þrjátíu manns mættu á fundinn og voru umræður líflegar.
Meðal þess sem spurt var um á fundinum var staða verkefna Fjarskiptasjóðs. Helst er af verkefnum sjóðsins að frétta er að nú hafa þegar verið teknir í notkun kaflar á hringveginum og voru liður í fyrsta áfanga GSM útboðsins. Annar áfangi hefur verið auglýstur og á næstu dögum verður kynntur mikilvægur áfangi í aðdraganda útboðs á háhraðatengingum. Útsendingar RÚV um gervihnött hefjast bráðlega. Myndir úr ferðinni má sjá í myndaalbúmi.