Í nýju ríkisstjórninni verður Sturla áfram samgönguráðherra. Davíð Oddsson verður forsætisráðherra fram til 15. september 2004 þegar Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins tekur við. Geir H. Haarde verður áfram fjármálaráðherra og Árni M. Mathiesen verður áfram sjávarútvegsráherra.
Af nýjum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eru tvær konur, þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem verður menntamálaráðherra um áramótin og tekur við af Tómasi Inga Olrich og Sigríður Anna Þórðardóttir sem verður umhverfisráðherra haustið 2004. Þá verður Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, en hann tekur við af Sólveigu Pétursdóttur.

Árni Magnússon verður nýr ráðherra Framsóknarflokksins, en hann tekur við sem félagsmálaráðherra af Páli Péturssyni. Halldór Ásgrímsson verður utanríkisráðherra þar til hann tekur við af Davíð Oddssyni og Siv Friðleifsdóttir verður áfram umhverfisráðherra  þar til Sigríður Anna tekur við. Guðni Ágústsson verður áfram landbúnaðarráðherra, Jón Kristjánsson verður heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Stjórnarsáttmálinn var samþykktur bæði af Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í gær. Hér að neðan er hann í heild sinni.

Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar