Ráðherra heimsótti TAL hf. fyrr í dag

Samgönguráðherra heimsótti í dag Tal hf. Ráðherra er um þessar mundir að heimsækja fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðinum í þeim tilgangi að kynna sér sem best stöðu þessara fyrirtækja. Í síðustu viku heimsótti ráðherra Íslandssíma hf. en jafnframt standa fyrir dyrum heimsóknir til Landssímans, Línu.Nets og Títans.

Hátíðarræða samgönguráðherra

Sturla Böðvarsson flutti hátíðarræðu dagsins á þjóðhátíð Dalamanna sem haldin var að Laugum í Sælingsdal. Ræða ráðherra fer hér á eftir.

Nánar af heimsókninni í Íslandssíma

Eins og komið hefur fram hér á síðunni ætlaar samgönguráðherra að heimsækja helstu fjarskiptafyrirtæki landsins nú á næstunni. Í morgun var farið í heimsókn í Íslandssíma hf. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast nánar stöðu fyrirtækja á íslenska fjarskiptamarkaðnum en á næstu vikum ætlar ráðherra meðal annars að heimsækja Landssímann, Tal og Línu.Net.

Íslandssími sóttur heim

Samgönguráðherra mun á næstunni heimsækja fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðinum. Samgönguráðherra ætlar með þessu að kynna sér nánar stöðu fjarskiptafyrirtækjanna. Í þessum tilgangi mun ráðherra heimsækja helstu fyrirtæki sem starfa á fjarskiptamarkaði í landinu. Verður fyrsta heimsóknin til yngsta fyrirtækisins, Íslandssíma, kl. 11 fimmtudaginn 14. júní, í húsakynnum fyrirtækisins að Borgartúni 30 í Reykjavík. Á næstunni mun ráðherra síðan meðal annars heimsækja Landssímann, Tal og Línu.Net.

Lagning sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands

Á ríkisstjórnarfundi í morgun gerði samgönguráðherra grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirhugaða lagningu nýs sæstrengs frá landinu. Í minnisblaði ráðherra til ríkisstjórnar segir að á síðastliðnu ári var unnin á vegum samgönguráðuneytis, verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið og RUT nefndarinnar skýrslan Stafrænt Ísland. Þar var gerð úttekt á flutningsgetu fjarskiptakerfisins og greind bandbreiddarþörf fyrir stafræna flutninga á næstu árum, innanlands sem til útlanda. Samkvæmt skýrslunni veldur það nokkrum áhyggjum að Ísland hefur aðeins eina tengingu við umheiminn, Cantat 3 sæstrenginn. Aðeins ein varaleið er fyrir hendi, um gervihnött, sem getur tekið nokkurn tíma að koma á og er auk þes með mun meiri tafir en samband um sæstreng. Niðurstaðan er sú að hyggja beri nú þegar að öðrum kostum ekki síst ef litið er til þess mikla óöryggis sem felst í því að hafa aðeins eina fasta tengingu til Íslands.