Altengt Ísland => Húsavík

Í kvöld klukkan 20:00 á Veitingahúsinu Sölku mun samgönguráðherra kynna stefnumótun stjórnvalda í fjarskiptamálum undir yfirskriftinni Altengt Ísland.
Allir eru velkomnir.

Ísland altengt => Akranes

Sturla Böðvarsson kynnir markmið fjarskiptaáætlunar
á Hótel Barbro Akranesi í kvöld klukkan 20:00.
Það eru allir velkomnir á fundinn.

Upplýsingatæknidagurinn var í gær

UT-dagurinn var haldinn í fyrsta sinn í gær. Dagurinn var haldinn til að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.