Samgönguráðherra fært fyrsta eintakið

Samgönguráðherra var nýverið afhent fyrsta eintak nýrrar öryggismyndar sem Hópbílar hf. hafa framleitt til sýninga í hópferðabílum sínum. Tilgangur með myndbandinu er að kynna farþegum þann öryggisbúnað sem er um borð í hópferðabílum fyrirtækisins. Hópbílar voru fyrsta hópferðafyrirtækið á Íslandi til að setja öryggisbelti í öll sæti.

Ferðamálaráð heimsótt í Frankfurt

Samgönguráðherra hefur verið í heimsókn í Þýskalandi, nánar til tekið í Frankfurt, en þar er og hefur verið starfrækt skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands um árabil.

Um 50 störf flutt út á land

Samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi í Ólafsvík nú áðan um verulegan flutning starfa á vegum stofnana samgönguráðuneytisins út á land. Undirritaður var í Ólafsvík samningur um rekstur þjónustumiðstöðvar samgöngumála í Snæfellsbæ nú áðan, og jafnframt kynntur flutningur um 50 starfa út á land.