Fjölgun mislægra gatnamóta
Samgönguráðherra fór nýlega í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið í fylgd starfsmanna Vegagerðarinnar, starfsmanna umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs ásamt starfsmönnum ráðuneytisins. Tilgangur ferðarinnar var að skoða mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa verið byggð 12 mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, tvenn til viðbótar eru í byggingu og auk þeirra nokkur í sjónmáli.