Formleg opnun Sögumiðstöðvar í Grundarfirði
Samgönguráðherra mun kl. 20 í kvöld opna formlega Sögumiðstöð Grundarfjarðar. Í þessum áfanga verður opnuð svokölluð Bæringsstofa, en hún varðveitir umfangsmikið safn mynda eftir Bæring Cecilsson ásamt ýmsum hlutum sem hann átti og tengdust myndatökuferli hans.