Formleg opnun Sögumiðstöðvar í Grundarfirði

Samgönguráðherra mun kl. 20 í kvöld opna formlega Sögumiðstöð Grundarfjarðar. Í þessum áfanga verður opnuð svokölluð Bæringsstofa, en hún varðveitir umfangsmikið safn mynda eftir Bæring Cecilsson ásamt ýmsum hlutum sem hann átti og tengdust myndatökuferli hans.

Á ferð um landið

Samgönguráðherra ásamt tveimur starfsmönnum ráðuneytisins og ferðamálastjóra heimsóttu Dali og sunnanverða Vestfirði dagana 9-10 júlí. Tilgangur ferðarinnar var að funda með forsvarsmönnum ferðamála á svæðunum.

Samgönguráðherra í Skagafirði

Þann 7. júlí heimsótti samgönguráðherra Skagafjörð og fundaði með forsvarsmönnum Byggðastofnunar og ferðaþjónustu á svæðinu. Á fundunum gerði ráðherra grein fyrir þeirri áherslu sem yrði á ferðamál á þessu kjörtímabili í samgönguráðuneytinu.

Fljótandi safn

Þann 10. júlí síðastliðinn heimsótti samgönguráðherra Tálknafjörð. Tilefnið var afhending skipsins Maríu Júlíu. María Júlía er skip á Tálknafirði sem hefur verið lagt, en skipið var sérsmíðað björgunarskip. Skipið var smíðað árið 1950 og sama ár keypt til Vestfjarða. Seinna var skipið notað af Landhelgisgæslunni, en frá 1969 hefur það verið fiskiskip í eigu Tálknfriðinga og Patreksfirðinga.

Þórshöfn og Raufarhöfn heimsótt

Ráðherra og ráðuneytisstjóri ásamt starfsmanni samgönguráðuneytis og starfsmanni Siglingastofnunar heimsóttu Þórshöfn og Raufarhöfn í síðustu viku.