Opnun tilboða í jarðgöng fyrir austan

Tilboð í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, ásamt tilheyrandi vegamannvirkjum, voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Fjögur tilboð bárust og lægsta kom sameiginlega frá verktakafyrirtækjunum Ístaki og E. Pihl & Sön upp á 3.249 milljónir króna. Vegagerðin áætlaði verktakakostnað upp á 3.160 milljónir króna, því var lægsta tilboðið 89 milljónum króna hærra.

Skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganga

Föstudaginn 14. febrúar síðastliðinn var undirritað samkomulag um gerð skýrslu um áhrif Hvalfjarðarganga á búsetuþróun og –skilyrði á Vesturlandi. Að verkefninu standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Samgönguráðuneytið, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Vegagerð ríkisins, Spölur og Byggðastofnun. Stefnt er að verklokum fyrir júnílok 2003.

Vegaframkvæmdir verða stórauknar á næstu 18 mánuðum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta auka vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Jafnframt er samþykkt að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar.

Mikilvægum áfanga náð

Mikilvægum áfanga er loks náð í framhaldsskólamálum Snæfellinga. Samkomulag hefur tekist um stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði, sbr. fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins sem send var út nú í morgun og fer hér á eftir í heild sinni.