Opnun tilboða í jarðgöng fyrir austan
Tilboð í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, ásamt tilheyrandi vegamannvirkjum, voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Fjögur tilboð bárust og lægsta kom sameiginlega frá verktakafyrirtækjunum Ístaki og E. Pihl & Sön upp á 3.249 milljónir króna. Vegagerðin áætlaði verktakakostnað upp á 3.160 milljónir króna, því var lægsta tilboðið 89 milljónum króna hærra.