Ráðstefna um aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum.

Þann 4. júlí var haldin ráðstefna í Skaftafelli um aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum. Meðan á ráðstefnunni stóð var opnaður göngustígur að Skaftafellsjökli og er stígurinn fær fólki í hjólastól. Við það tilefni flutti samgönguráðherra ræðu sem fer hér á eftir.

Vatnaleið

Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis frá 1. júlí sl. vegna kvörtunar Náttúruverndarsamtaka Íslands varðandi lagningu nýs vegar nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi verið vanhæfur, þykir rétt að gera grein fyrir afstöðu ráðuneytisins.