Nýjustu færslur

Ávarp forseta Alþingis við upphaf septemberfunda

Háttvirtir alþingismenn!

 Ég býð ykkur velkomna til framhaldsfunda Alþingis, 135. löggjafarþings.

 Ég vona að gott sumar hafi verið alþingismönnum, — og raunar þjóðinni allri, — hamingjuríkt og að sem flestir hafi fengið hvíld og næðisstundir frá starfsönnum og amstri hversdagsins, meðan bjartast og blíðast var.
 Þannig á það að vera.

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 26.-28. ágúst

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sótti fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn var í Jurmala í Lettlandi dagana 26.-28. ágúst 2008. Með forseta í för voru Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari á skrifstofu forseta Alþingis.

Opinber heimsókn frá Sádi-Arabíu

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, tók í morgun á móti forseta sádí-arabíska ráðgjafarþingsins, dr. Saleh Abdullah bin Himeid, í Alþingishúsinu. Sádí-arabíski þingforsetinn er staddur  hér á landi ásamt sendinefnd í opinberri heimsókn í boði forseta Alþingis.

1 10 11 12 13 14 172