Nýjustu færslur

Samgönguráðherra í Kanada

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, er staddur í Montreol í Kanada þar sem hann situr allsherjarþing Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO. Þingið, sem haldið er í skugga hinna hörmulegu atburða í Bandaríkjunum, mun m.a. fjalla um öryggismál í flugi. Þá er gert ráð fyrir að samgönguráðherra eigi fund með dr. Assad Kotaite, forseta ICAO.

Fyrirkomulag sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf.

Samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag ásamt formanni einkavæðingarnefndar eftirfarandi fréttatilkynningu:Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur að undanförnu unnið að undirbúningi sölu hlutafjár í Landssíma Íslands hf. í samræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin og ráðherranefnd um einkavæðingu markaði sl. vetur. Fjallað var um tillögur nefndarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar nú í morgun og ákveðið að fyrirkomulagið skyldi vera með eftirfarandi hætti:

Verðlagning gagnaflutninga

Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir kostnað við gagnaflutninga og eflingu fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónstu á Íslandi. Starfshópurinn er skipaður í ljósi þess að á undanförnum misserum hafa augu manna beinst í vaxandi mæli að þeim möguleikum sem fjarskiptatækni getur fært einstaklingum og fyrirtækjum. Til að þeir verði fullnýttir er mikilvægt að íslenskur fjarskiptamarkaður bjóði upp á nýjustu tækni og þjónustu á tímum hraðra breytinga fyrir sanngjarnt verð. Legið hefur fyrir að hér á landi er kostnaður vegna almennrar talsímaþjónustu með því lægsta sem þekkist. Hins vegar hafa notendur gagnaflutningsþjónustu gagnrýnt verðlagningu fyrir gagnaflutning og leigulínur. Stjórnvöld og Alþingi hafa ítrekað lýst yfir því markmiði sínu að tryggja beri ódýran aðgang að nægjanlegri flutningsgetu um allt land.Í framsöguræðu samgönguráðherra með frumvarpi til laga um sölu Landssíma Íslands hf. lagði ráðherrann mikla áherslu á aðgerðir til að tryggja að fjarskiptin og upplýsingatæknin geti nýst um allt land og þannig orðið mikilvægur þáttur í eflingu byggðar um land allt. Þá beindi meirihluti samgöngunefndar Alþingis því til samgönguráðherra í nefndaráliti sínu með frumvarpinu að hann vinni, í samstarfi við samgöngunefnd Alþingis, tillögur um að jafna kostnað við gagnaflutninga og þar með samkeppnisstöðu fyrirtækja um allt land. Einnig var í skýrslu einkavæðingarnefndar um einkavæðingu og sölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. lögð sérstök áhersla á jafnan aðgang landsmanna að fjarskiptaþjónstu.

Samgönguráðherrar funda í Finnlandi

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, situr í dag, mánudag, og á morgun, þriðjudag, fund samgönguráðherra Norðurlandanna sem haldinn er í Björneborg í Finnlandi. Jafnframt hittast nú í fyrsta skipti samgönguráðherrar Norðurlandanna og samgönguráðherrar Eystrarsaltsríkjanna. Á fundi ráðherranna eru til umræðu ýmis sameiginleg hagsmunamál þjóðanna á sviði samgangna. Á miðvikudag verður samgönguráðherra í Noregi þar sem hann mun kynna sér sérstaklega póstþjónustu Norðmanna í dreifbýli með stjórnarformanni og forstjóra Íslandspósts hf.

Bréf til RNF og endurskoðun laga og reglna

Samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi þann 29. júní s.l. bréf og skýrslu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO til ráðherra í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000. Á þeim fundi var tilkynnt að ráðuneytið muni taka tillit til framkominna athugasemda og leita allra leiða til að tryggja enn frekar öryggi flugs á Íslandi. Þá þáði ráðuneytið nýverið boð Friðriks Þórs Guðmundssonar og Jóns Ólafs Skarphéðinssonar, um að skoða myndband af björgunaraðgerðum vegna flugslyssins í Skerjafirði. Myndbandið, sem var tekið af íbúa í Skerjafirði, sýndi nánast allt björgunarferlið. Að mati ráðuneytisins varpar myndbandið ljósi á björgunaraðgerðirnar, aðstæður til björgunar og þann öryggisútbúnað sem var á staðnum.

1 146 147 148 149 150 172