Nýjustu færslur
Lagning sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands
Á ríkisstjórnarfundi í morgun gerði samgönguráðherra grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirhugaða lagningu nýs sæstrengs frá landinu. Í minnisblaði ráðherra til ríkisstjórnar segir að á síðastliðnu ári var unnin á vegum samgönguráðuneytis, verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið og RUT nefndarinnar skýrslan Stafrænt Ísland. Þar var gerð úttekt á flutningsgetu fjarskiptakerfisins og greind bandbreiddarþörf fyrir stafræna flutninga á næstu árum, innanlands sem til útlanda. Samkvæmt skýrslunni veldur það nokkrum áhyggjum að Ísland hefur aðeins eina tengingu við umheiminn, Cantat 3 sæstrenginn. Aðeins ein varaleið er fyrir hendi, um gervihnött, sem getur tekið nokkurn tíma að koma á og er auk þes með mun meiri tafir en samband um sæstreng. Niðurstaðan er sú að hyggja beri nú þegar að öðrum kostum ekki síst ef litið er til þess mikla óöryggis sem felst í því að hafa aðeins eina fasta tengingu til Íslands.
Samgönguráðherra ávarpar TorNuuRek í Perlunni
Vörusýningin TorNuuRek, kennd við Þórshöfn, Nuuk og Reykjavík, var opnuð með pompi og prakt í Perlunni í gær. Ávarp samgönguráðherra við það tækifæri fer hér á eftir.
Bréf Flugmálastjóra til ráðherra
Samgönguráðherra skrifaði flugmálastjóra bréf þann 5. apríl. sl. Í því bréfi sagði að tryggja beri að öryggi í flugi sé ávallt sambærilegt við það sem best gerist. Þá eru í bréfinu tilgreindar ráðstafanir sem ráðuneytið felur Flugmálastjórn að grípa til í tilefni af flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Bréf ráðherra og svarbréf flugmálastjóra fara hér á eftir.
Salan hefst í september
Samgönguráðherra, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, hefur ákveðið að sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefjist í haust.
Samgönguráðherra undirritar þjónustusamninga við Slysavarnafélagið Landsbjörgu
Samgönguráðuneytið hefur átt árangursríkt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og forvera þess. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gegnt veigamiklu hlutverki í öryggismálum sjómanna með framkvæmd á tilkynningarskyldu íslenskra skipa, rekstri Slysavarnaskóla sjómanna og björgunarmiðstöðvum og með starfsemi björgunarbáta víða um land.