Bréf Flugmálastjóra til ráðherra

Samgönguráðherra skrifaði flugmálastjóra bréf þann 5. apríl. sl. Í því bréfi sagði að tryggja beri að öryggi í flugi sé ávallt sambærilegt við það sem best gerist. Þá eru í bréfinu tilgreindar ráðstafanir sem ráðuneytið felur Flugmálastjórn að grípa til í tilefni af flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Bréf ráðherra og svarbréf flugmálastjóra fara hér á eftir.

Salan hefst í september

Samgönguráðherra, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, hefur ákveðið að sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefjist í haust.

Samgönguráðherra undirritar þjónustusamninga við Slysavarnafélagið Landsbjörgu

Samgönguráðuneytið hefur átt árangursríkt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og forvera þess. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gegnt veigamiklu hlutverki í öryggismálum sjómanna með framkvæmd á tilkynningarskyldu íslenskra skipa, rekstri Slysavarnaskóla sjómanna og björgunarmiðstöðvum og með starfsemi björgunarbáta víða um land.

Nokkur orð um samkeppnina og vinstri menn

Eitt af því sem vinstri menn hafa sett hvað eftir annað fram að undanförnu í umræðunni um einkavæðingu Landssíma Íslands hf. er að það sé á einhvern hátt borgaryfirvöldum í Reykjavík að þakka að samkeppni sé til staðar á íslenskum fjarskiptamarkaði. Í þessu sambandi nægir að nefna þingmanninn Kristján L. Möller og forseta borgarstjórnar Helga Hjörvar.

Alþingi heimilar sölu Landssíma Íslands hf.

Eftir langar og strangar umræður á Alþingi var samþykkt seint í gærkvöld frumvarp samgönguráðherra um heimild ríkissjóðs til að selja Landssíma Íslands. Þar með er stigið stórt skref í langstærstu einkavæðingu ríkisins til þessa. Línurnar í þessu máli á milli stjórnmálaflokkanna voru frekar skýrar. Enginn ágreiningur var meðal stjórnarliða um að selja fyrirtækið í einu lagi, eða &quotmeð manni og mús“ eins og einn þingmanna komst að orði í ræðu sinni. Samfylkingin vildi skilja frá fyrirtækinu grunnnet þess og selja afganginn, en Vinstri Grænir voru alfarið á móti sölu fyrirtækisins.Atkvæði á Alþingi féllu þannig að lokum: 32 sögu já, 6 sögu nei, 14 greiddu ekki atkvæði og 11 þingmenn voru fjarstaddir.