Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008.  Hélt Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hátíðarræðu við það tilefni og afhenti Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en þau voru jafnframt veitt í fyrsta sinn.