Forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í opinbera þágu.  Athöfnin fór fram á Bessastöðum að viðstaddri fjölskyldu forseta Alþingis, formanni og ritara orðunefndar þann 30. nóvember sl.

Tímabærar breytingar á þingsköpum Alþingis

Frumvarpið felur í sér tímabærar breytingar á þingsköpum Alþingis og er markmið þess að færa starfshætti Alþingis til nútímalegra forms, líkt því sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar

Ræða forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, í kvöldverðarboði forseta Íslands á Bessastöðum 1. des. 2007.

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, flutti ávarp í kvöldverðarboði sem forseti Íslands hélt til heiðurs Alþingi 1. des. sl. Forseti Íslands býður alþingismönnum árlega til kvöldverðar á fullveldisdeginum til að leggja áherslu á það mikilvæga hlutverk sem Alþingi gegndi í  í baráttunni fyrir fullveldi landsins. Texti ræðunnar er birtur hér í heild.