Íslenskur sýningarbás á kaupstefnu um skemmtiferðaskip

Íslenskur bás er nú í fyrsta sinn á árlegri kaupstefnu og ráðstefnu um siglingar skemmtiferðaskipa um höfin sjö sem nú stendur í Miami í Flórída í Bandaríkjunum. Alls höfðu erlend skemmtiferðaskip viðkomur 185 sinnum í íslenskum höfnum í fyrra.

Frambjóðendur á ferð og flugi

Að síðustu hafa frambjóðendur hist reglulega til að undirbúa kosninga-baráttuna sem er framundan. Liður í undirbúningnum er að sjálfsögðu hefðbundin myndataka og frekari undirbúningur ýmisskonar. Um helgina hittist hópurinn þar sem eftirfarnadi myndir voru teknar við myndatökur.

Kostnaðarmat vegna gerð jarðgangna til Eyja

Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra hefur ákveðið að láta leggja mat á kostnað við gerð jarðganga milli lands og Eyja. Fengið verði óháð ráðgjafa-fyrirtæki til að annast verkefnið sem fælist í því að lesa úr fyrirliggjandi gögnum um rannsóknir og kostnaðarmat við hugmynd um jarðgöng.
Forsaga málsins er sú að á Vegagerðin annars vegar og Ægisdyr, félag um bættar samgöngur milli lands og Eyja, hins vegar hafa lagt fram margvísleg gögn um rannsóknir og kostnaðaráætlanir vegna jarðgangagerðar milli Heimaeyjar og Bakkafjöru.

Opnir fundir á Blönduósi og Hvammstanga

Sunnudaginn 4. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tvo fundi um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrri fundurinn var haldinn á Blönduósi kl. 17:00 en þangað mættu tæplega 40 fundargestir. Greinilegt var að þar er fylgst vel með samgöngumálum og líflegar umræður spunnust. 
Eftir fundinn hélt samgönguráðherra til Hvammstanga þar sem tæplega 30 manns mættu til fundar. Eins og gefur að skilja var brenna fjarskiptamál á þeim bændum sem enn hafa ekki haft kost á aðgangi að háhraðatengingum og voru þau mál rædd í þaula. Fundurinn hófst kl. 20:30 og lauk um 22:30.  

Opinn fundur um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki

Fimmtudagskvöldið 1. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki. Liðlega þrjátíu manns mættu til fundarins. Til umræðu voru m.a. góð tíðindi af samkeppnishæfi ferðaþjónustunnar en Ísland er í fjórða sæti yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar af 124 löndum sem gerð var útttekt á.