Íslenskur sýningarbás á kaupstefnu um skemmtiferðaskip
Íslenskur bás er nú í fyrsta sinn á árlegri kaupstefnu og ráðstefnu um siglingar skemmtiferðaskipa um höfin sjö sem nú stendur í Miami í Flórída í Bandaríkjunum. Alls höfðu erlend skemmtiferðaskip viðkomur 185 sinnum í íslenskum höfnum í fyrra.
Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra hefur ákveðið að láta leggja mat á kostnað við gerð jarðganga milli lands og Eyja. Fengið verði óháð ráðgjafa-fyrirtæki til að annast verkefnið sem fælist í því að lesa úr fyrirliggjandi gögnum um rannsóknir og kostnaðarmat við hugmynd um jarðgöng.
Sunnudaginn 4. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tvo fundi um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrri fundurinn var haldinn á Blönduósi kl. 17:00 en þangað mættu tæplega 40 fundargestir. Greinilegt var að þar er fylgst vel með samgöngumálum og líflegar umræður spunnust.
Fimmtudagskvöldið 1. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki. Liðlega þrjátíu manns mættu til fundarins. Til umræðu voru m.a. góð tíðindi af samkeppnishæfi ferðaþjónustunnar en Ísland er í fjórða sæti yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar af 124 löndum sem gerð var útttekt á.