Hefja á endurskoðun ferðamálaáætlunar
Ákveðið hefur verið að hefja endurskoðun á ferðamála-áætlun 2006 til 2015 en hún var samþykkt á Alþingi á vordögum 2005. Gert var ráð fyrir því að endurskoðunin færi fram fyrir árslok 2009 en þar sem vel hefur gengið að hrinda verkefnum áætlunarinnar í framkvæmd hefur samgönguráðherra ákveðið að ráðist verði í endurskoðunina fyrr.
Samgönguáætlun 20007 til 2018 felur í sér stefnumótun og helstu markmið í samgöngumálum sem unnið skal að, skilgreiningu á grunnneti, áætlun um fjáröflun og yfirlit um útgjöld til helstu þátta í rekstri samgöngustofnana svo og við halds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála.
Samgönguráðherra heimsótti Skagafjörð í vikunni til þess að kynna sér stöðu mála í vegagerð á svæðinu og nýja starfsemi nýrrar árangurs- og eftirlitsdeildar Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Deildin kemur til með að heyra beint undir vegamálastjóra eftir að nýju vegalögin taka gildi.
Meðal markmiða fjarskiptaáætlunar 2005 til 2010 er að sjónvarps- og útvarpsdagskrá RÚV verði dreift með stafrænum hætti um gervihnött til sjómanna á miðum við landið og strjálbýlla svæða landsins. Skrifað var í dag undir samning við Telenor á grundvelli samningskaupaferlis um að annast verkefnið. Þrjú tilboð bárust öll frá erlendum aðilum.
Fyrsti fundur flugráðs eftir að breytt var skipulagi flugmála var haldinn í dag, fyrsta febrúar. Gísli Baldur Garðarsson, formaður flugráðs, stýrði fundinum og bauð í upphafi Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra velkominn. Fór hann yfir áhrif skipulagsbreytinganna á störf flugráðs.