Mikilvægt að sinna móttöku ferðamanna á sögustöðum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í gær Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og ræddi við forráðamenn Hallgrímskirkju á Saurbæ. Milli 10 og 12 þúsund ferðamenn heimsækja Saurbæ á ári hverju og segir ráðherra mikilvægt að vel sé staðið að móttöku og þjónustu við ferðamenn sem vitja sögufrægra staða á landinu eins og gert sé að Saurbæ.
 

Nýr hlekkur á mál til umræðu

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá umræðu á vef samgönguráðuneytisins. Þar verða kynnt mál sem eru til umfjöllunar í ráðuneytinu og leitast við að fá fram viðbrögð einstaklinga sem og hagsmunaaðila.

Er þetta gert í því skyni að fá viðbrögð við málum sem eru nánast á hugmyndastigi áður en frekari vinna er lögð í málin. Einnig er þessi vettvangur liður í þeirri stefnu samgönguráðuneytisins að viðhafa opna stjórnsýslu, að almenningur jafnt sem hagsmunaaðilar geti tjáð sig um mál sem eru til vinnslu í ráðuneytinu og haft áhrif á framvindu þeirra.
 

Siglt til Eyja á hálftíma árið 2010

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tillögur sínar um samgöngur til Vestmannaeyja, í ljósi lokaskýrslu starfshóps sem fjallaði um framtíðarmöguleika í samgöngum við Vestmannaeyjar.
 

Bókin Stjórn og sigling skipa komin út

Fyrsta bindi bókarinnar Stjórn og sigling skipa – siglingareglur er komið út og afhenti höfundurinn, Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra fyrsta eintakið í dag. Bókin er alls 358 blaðsíður.