Mikilvægt að sinna móttöku ferðamanna á sögustöðum
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í gær Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og ræddi við forráðamenn Hallgrímskirkju á Saurbæ. Milli 10 og 12 þúsund ferðamenn heimsækja Saurbæ á ári hverju og segir ráðherra mikilvægt að vel sé staðið að móttöku og þjónustu við ferðamenn sem vitja sögufrægra staða á landinu eins og gert sé að Saurbæ.