Leiðbeiningar um gerð og uppbyggingu reiðvega

Á blaðamannafundi í morgun kynnti samgönguráðherra leiðbeiningarit Landssambands hestamannafélaga og Vegagerðarinnar um gerð og uppbyggingu reiðvega. Ekki hafa fyrr verið teknar saman svo ítarlegar upplýsingar um gerð reiðvega á einum stað.

Góðir fundir í Ólafsvík og Búðardal

Sturla hélt almennan fund um samgöngumál í Ólafsvík s.l. mánudagskvöld og í Búðardal í gærkvöld, þriðjudagskvöld. Báðir voru fundirnir vel sóttir, málefnalegir og urðu líflegar og skemmtilegar umræður að loknu framsöguerindi Sturlu. Vissulega var helst rætt um samgöngumál, í víðasta skilningi þess, en þó ekki síður um sjávarútvegsmál – sérstaklega í Ólafsvík.