Tímamótalög samþykkt frá Alþingi

Alþingi samþykkti í gær með 55 atkvæðum frumvarp samgönguráðherra til laga um samgönguáætlun. Markmið laganna er að samræma áætlanagerð við framkvæmdir og rekstur í samgöngumálum og skal það gert með samgönguáætlun til tólf ára.Með lagasetningu þessari verða vissulega tímamót í samgöngumálum, því með lögum þessum verður nú í fyrsta skipti unnið að áætlanagerð allra samgönguþátta þjóðarinnar á heildstæðan hátt. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að samgönguráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglinga mála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana.Lög um samgönguáætlun má nálgast í heild sinni á vef Alþingis. Lög um samgönguáætlun. Hér á eftir fer greinargerðin með frumvarpinu.

Afhending Fjölmiðlabikars Ferðamálaráðs

Fyrir um tuttugu árum síðan, í júní árið 1982, kviknaði sú hugmynd innan Ferðamálaráðs að veita árlega viðurkenningu, fjölmiðlabikarinn, fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum. Síðan þá hefur fjölmiðlabikarinn verið veittur – þó ekki árlega. Afstaðan hefur verið sú, að ef ekkert afgerandi hefur staðið uppúr, hefur verðlaunaveitingunni verið sleppt. Þessi háttur hefur verið hafður til að gera vægi viðurkenningarinnar meira en ella.

Ferðatorg 2002

Það er mér sönn ánægja að opna Ferðatorg 2002. Ferðatorgið er lofsverð nýjung í markaðssetningu ferðaþjónustunnar innanlands. Hér er skapaður nýr vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu, til að sýna og kynna það helsta sem þau hafa upp á að bjóða, nú þegar sumarleyfistími landsmanna er á næsta leyti. Markaðssetning sem þessi, er ákaflega mikilvæg, til að þeir möguleikar sem í boði eru til ferðalaga innanlands, komi til álita sem raunhæfur valkostur þegar ákvarðanir eru teknar um það hvernig frítíma skuli varið.

Hátt í 50 störf undanfarin misseri

Samgönguráðherra gerði nýverið grein fyrir á Alþingi hvað áunnist hefur varðandi flutning starfa út á land á vegum ráðuneytisins og stofnana þess undanfarin misseri.