Tímamótalög samþykkt frá Alþingi
Alþingi samþykkti í gær með 55 atkvæðum frumvarp samgönguráðherra til laga um samgönguáætlun. Markmið laganna er að samræma áætlanagerð við framkvæmdir og rekstur í samgöngumálum og skal það gert með samgönguáætlun til tólf ára.Með lagasetningu þessari verða vissulega tímamót í samgöngumálum, því með lögum þessum verður nú í fyrsta skipti unnið að áætlanagerð allra samgönguþátta þjóðarinnar á heildstæðan hátt. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að samgönguráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglinga mála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana.Lög um samgönguáætlun má nálgast í heild sinni á vef Alþingis. Lög um samgönguáætlun. Hér á eftir fer greinargerðin með frumvarpinu.