Nýjustu færslur
Sturla.is uppfærður í gegnum GPRS samband
Vefur fjarskiptaráðherra fylgir tækninni sem frekast er unnt. Vefstjóri Sturla.is hefur fengið til reynslu GPRS síma frá Tali hf. og er þessi frétt skrifuð á fartölvu og send inn á vefinn með GPRS síma. Þessi tækni gerir vefstjóra í raun kleift að uppfæra vefinn hvaðan sem er – hvenær sem er.
Ráðherra heimsótti TAL hf. fyrr í dag
Samgönguráðherra heimsótti í dag Tal hf. Ráðherra er um þessar mundir að heimsækja fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðinum í þeim tilgangi að kynna sér sem best stöðu þessara fyrirtækja. Í síðustu viku heimsótti ráðherra Íslandssíma hf. en jafnframt standa fyrir dyrum heimsóknir til Landssímans, Línu.Nets og Títans.
Hátíðarræða samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson flutti hátíðarræðu dagsins á þjóðhátíð Dalamanna sem haldin var að Laugum í Sælingsdal. Ræða ráðherra fer hér á eftir.
Nánar af heimsókninni í Íslandssíma
Eins og komið hefur fram hér á síðunni ætlaar samgönguráðherra að heimsækja helstu fjarskiptafyrirtæki landsins nú á næstunni. Í morgun var farið í heimsókn í Íslandssíma hf. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast nánar stöðu fyrirtækja á íslenska fjarskiptamarkaðnum en á næstu vikum ætlar ráðherra meðal annars að heimsækja Landssímann, Tal og Línu.Net.
Íslandssími sóttur heim
Samgönguráðherra mun á næstunni heimsækja fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðinum. Samgönguráðherra ætlar með þessu að kynna sér nánar stöðu fjarskiptafyrirtækjanna. Í þessum tilgangi mun ráðherra heimsækja helstu fyrirtæki sem starfa á fjarskiptamarkaði í landinu. Verður fyrsta heimsóknin til yngsta fyrirtækisins, Íslandssíma, kl. 11 fimmtudaginn 14. júní, í húsakynnum fyrirtækisins að Borgartúni 30 í Reykjavík. Á næstunni mun ráðherra síðan meðal annars heimsækja Landssímann, Tal og Línu.Net.