Nýjustu færslur

Helstu verkefni samgönguráðherra á árunum 2003-2007

Í samantekt á verkefnum samgönguráðuneytisins á yfirstandandi kjörtímabili er getið um helstu fjárframlög, mál sem unnin hafa verið á hverju sviði samgöngumála og drepið á nokkrum verkefnum sem framundan eru. Til framkvæmda og uppbyggingar í samgöngukerfinu samkvæmt samgönguáætlun, sem unnið var eftir, runnu alls kringum 55 milljarðar króna á kjörtímabilinu.

Unnið verður eftir fjögurra ára samgönguáætlun

Engin truflun á framkvæmdum í samgöngumálum næstu árin
Samgönguáætlanir fyrir árin 2007 til 2010 og 2007 til 2018 voru til umfjöllunar á síðustu starfsdögum Alþingis. Fjögurra ára áætlunin var samþykkt en tólf ára áætlunin var ekki afgreidd eins og gerðist með nokkur önnur frumvörp ríkisstjórnarinnar.

Íslenskur sýningarbás á kaupstefnu um skemmtiferðaskip

Íslenskur bás er nú í fyrsta sinn á árlegri kaupstefnu og ráðstefnu um siglingar skemmtiferðaskipa um höfin sjö sem nú stendur í Miami í Flórída í Bandaríkjunum. Alls höfðu erlend skemmtiferðaskip viðkomur 185 sinnum í íslenskum höfnum í fyrra.

Sjálfstæðismenn vilja láta verkin tala í umhverfismálum með jákvæðum hætti

Umhverfismál eru mikið í umræðunni um þessar mundir svo sem eðlilegt er. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum vilja eigna sér umhverfis-málin.  Þar eru á ferðinni þeir sem áður hölluðu sér þétt upp að kommunum í Sovétríkjunum sem voru mestu umhverfissóðar Evrópu eins og komið hefur í ljós eftir að múrinn féll. Ástæða er til að minna á að lögin um mat á umhverfisáhrifum voru sett 1993 þegar fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar var við völd og lögin um umhverfismat áætlana voru sett árið 2006. Vinstri grænir komu þar hvergi nærri.

Frambjóðendur á ferð og flugi

Að síðustu hafa frambjóðendur hist reglulega til að undirbúa kosninga-baráttuna sem er framundan. Liður í undirbúningnum er að sjálfsögðu hefðbundin myndataka og frekari undirbúningur ýmisskonar. Um helgina hittist hópurinn þar sem eftirfarnadi myndir voru teknar við myndatökur.

1 26 27 28 29 30 172