Nýjustu færslur
Öryggismál sjómanna þurfa alltaf að vera í deiglunni
Við setningu ráðstefnu um öryggismál sjómanna í dag sagði Sturla Böðvarsson mikilvægt að hafa þau ávallt í deiglunni. Ráðherra gat um lagafrumvörp sem snerta siglingamál og ætlunin er að leggja fyrir Alþingi í haust og vetur. Ræðan í heild fer hér á eftir:
Raunhæfasta slysavörnin er bætt hegðan okkar sjálfra
Hér fer á eftir ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem flutt voru á borgarafundum 14. september 2006 kl. 17.15. Ráðherra flutti ávarp sitt í Hallgrímskirkju í Reykjavík en fulltrúar hans lásu það á sex öðrum stöðum þar sem hliðstæðir fundir voru haldnir. Fundirnir voru skipulagðir af samgönguráðuneytinu og Umferðarstofu í samráði við ýmis félagasamtök og stofnanir.
Á ábyrgð okkar allra að fækka slysum
Kringum fimm hundruð manns sóttu fund í Hallgrímskirkju síðdegis í dag, einn af sjö fundum sem haldinn var vegna tíðra umferðarslysa á árinu, til að minnast þeirra sem látist hafa og til að greina frá hertum aðgerðum sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti. Kjörorð fundanna var: Nú segjum við stopp!
Sjö borgarafundir vegna tíðra umferðarslysa
Efna á til sjö borgarafunda á morgun, fimmtudaginn 14. september kl. 17.15. Tilefnið er alda umferðarslysa að undanförnu og er yfirskrift fundanna sem verða haldnir á sama tíma: Nú segjum við stopp.
Samgönguráðherra kynnti sér ferðaþjónustu í Rangárþingi
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í gær ferðaþjónustufyrirtækin Leirubakka og Hrauneyjar. Ræddi hann við forráðamenn þeirra, kynnti sér hugmyndir um uppbyggingu Hekluseturs og upplýsingagjöf og aðra þjónustu við ferðamenn í Rangárþingi.